Tottenham mun ekki fá krónu fyrir miðjumanninn Dele Alli sem gekk í raðir Everton árið 2022.
Þetta fullyrða ensk blöð í dag en Alli spilaði með Tottenham frá 2015 til 2022 og var um tíma einn besti miðjumaður Englands.
Alli er 27 ára gamall í dag og hefur glímt við mikið af meiðslum á þessu tímabili en Tottenham hefði getað fengið 40 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Tottenham bjóst allavega við að fá tíu milljónir en til þess þyrfti Alli aðeins að spila tíu leiki fyrir þá bláklæddu.
Alli hefur á tveimur árum aðeins spilað 13 leiki fyrir Everton og þarf félagið því ekki að borga krónu fyrir hans komu.
Alli verður samningslaus í sumar og eru litlar líkur á að Everton framlengi hans samning.