Glæpagengi á Englandi tók yfir heimili sem er í eigu leikmanns í ensku úrvalsdeildinni. Þar var var hafið að framleiða kannabis.
Þannig var húsið í leigu en sá sem leigði húsið lenti í glæpagengi. Gengið setti leigjandanum afarkosti og fengu leyfi til að framleiða.
Leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni þurfti að sanna fyrir yfirvöldum að hann hefði ekki komið að framleiðslunni.
Leigjandinn sjálfur slapp einnig við ákæru en atvikið átti sér stað í Norð-Vestur Englandi.
Leikmaðurinn er ekki nefndur á nafn en ýmsar kjaftasögur hafa gengið um málið á samfélagsmiðlum.