Mike Dean, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur skotið föstum skotum á miðjumanninn Kalvin Phillips.
Phillips leikur með West Ham í dag og fékk rautt spjald um helgina í leik gegn Nottingham Forest.
Phillips er í láni hjá West Ham frá Manchester City en var alls ekki heillandi í leik helgarinnar og hefur ekki staðist væntingar.
,,Hann nældi sér í gult spjald fyrir að rífast við Dominguez af nákvæmlega engri ástæðu,“ sagði Dean.
,,Tveimur mínútum síðar ákvað hann að tækla Morgan Gibbs White og fékk heimskulegt seinna gula og þar með rautt.“
,,Hann er bara að sóa sínum eigin tíma á vellinum, það er eins og hann hafi engan áhuga á þessu.“