Það hefur lítið gengið hjá liði Al Ettifaq á þessu tímabili en goðsögnin Steven Gerrard þjálfar félagið.
Al Ettifaq er í efstu deild í Sádi Arabíu en liðið vann Al Khaleej um helgina með tveimur mörkum gegn engu.
Þetta var fyrsti sigur Al Ettifaq í heila fjóra mánuði en Georginio Wijnaldum og Demarai Gray gerðu mörkin.
Gerrard hefur verið undir pressu í Sádi en liðið situr í áttunda sæti deildarinnar, langt frá toppnum.
,,Pressan er horfin,“ sagði Gerrard stuttlega við blaðamann eftir sigurinn og vonandi fyrir hann mun gengi liðsins snúast við