Leikmenn Bayern Munchen eru staddir í óstöðvandi hryllingsmynd að sögn miðjumannsins Leon Goretzka.
Goretzka er leikmaður Bayern sem hefur spilað afskaplega illa undanfarið og tapaði 3-2 gegn Bochum í gær.
Bayern er átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen og er einnig 1-0 undir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Lazio.
,,Þetta er eins og hryllingsmynd sem við getum ekki stoppað. Það er allt gegn okkur þessa stundina,“ sagði Goretzka.
,,Við reyndum allt sem við gátum manni færri svo það er ekki hægt að kenna okkur um. Í lok dags þá eru það einstaklingsmistök sem kosta þessa leiki og of mörg af þeim.“
,,Eins og staðan er þá verðum við að setja spurningamerki við margt í okkar spilamennsku.“