Það er mjög líklegt að Kylian Mbappe skrifi undir hjá Real Madrid í sumar en hann leikur með Paris Saint-Germain.
Mbappe verður samningslaus í sumar og er það hans draumur að spila með spænska stórliðinu.
Mbappe mun hins vegar ekki fá sjöuna hjá Real en það er númerið sem hann klæðist í frönsku höfuðborginni.
Mundo Deportivo fullyrðir það en Vinicius Junior klæðist þeirri treyju í dag og er ekki á förum í sumar.
Í sömu frétt er sagt að Mbappe fái tíuna hjá Real og tekur við því númeri af Luka Modric sem ku vera á förum.
Real hefur tekið ákvörðun um að framlengja ekki samning Modric sem er 38 ára gamall og hefur spilað 28 leiki á tímabilinu hingað til.