Ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og verður að þessu sinni haldið í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal, Reykjavík.
Málþing um fótbolta verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli föstudaginn 23. febrúar kl. 17:15-19:15.
Dagskrá:
KSÍ kynnir tillögu starfshóps um varaliðskeppni kvenna sem liggur fyrir ársþingi
ÍTF kynnir tillögu um lánareglur – móðurfélag og dótturfélag, sem liggur fyrir ársþingi og ræðir um norrænar leiðir
Haukur Hinriksson lögfræðingur ræðir um regluverk og áskoranir
Umræður og önnur mál
Streymt verður frá málþinginu á KSÍ TV þannig að þau sem ekki komast á staðinn geti fylgst með. KSÍ TV er í Sjónvarpi Símans og er aðgengilegt í gegnum netvafra, eða Sjónvarp Símans appið. Aðgangurinn er ókeypis, en skrá þarf símanúmer og nota rafræn skilríki, og búa þannig til aðgang. Smellið á hlekkinn hér að neðan til að fara á KSÍ TV í sjónvarpi Símans í gegnum vafra: