Kjaftasögur um að Harry Kane sé ekki að elska lífið í Þýskalandi hefur orðið til þess að Chelsea skoðar stöðu hans. Ensk götublöð fjalla um.
Kane er á sínu fyrsta tímabili með FC Bayern en þessi þrítugi markahrókur hefur spilað vel.
Gengi Bayern er hins vegar þannig að mikið ósætti er í kringum félagið, liðið er átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen.
Chelsea vill bæta við sóknarmanni í sitt lið og horfir félagið til þess að geta klófest Kane.
Líklega væru fleiri lið á Englandi til í að klófesta Kane sem hefur í gegnum árin verið einn besti framherji í heimi.