fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Er einn sá óvinsælasti í bransanum en er alveg sama: Margir orðnir hundleiðir á honum – ,,Ég er bara að skemmta mér“

Victor Pálsson
Mánudaginn 19. febrúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir knattspyrnumenn á Englandi sem eru jafn óvinsælir og framherjinn Neal Maupay sem leikur með Brentford.

Maupay hefur margoft komist í fréttirnar fyrir árásargjarna hegðun í leikjum en hann er duglegur að gera grín að andstæðingum sínum og reynir að vera eins pirrandi og hann getur.

Á undanförnum vikum hefur Maupay náð að pirra bæði Kyle Walker, leikmann Manchester City, sem og James Maddison, leikmann Tottenham.

Walker var í raun brjálaður út í Frakkann í leik liðanna og þá hermdi Maupay eftir fagni Maddison eftir að hafa skorað mark.

Maupay segist bara vera að skemmta sér á vellinum og viðurkennir að hann geri sitt til að pirra andstæðinginn.

,,Fólk segir að knattspyrnumenn séu hundleiðinlegir, svo allt í einu birtist einhver eins og ég og allir spyrja spurninga,“ sagði Maupay.

,,Þeir spyrja sig: ‘Af hverju Neal? Þetta er hataðasti leikmaður deildarinnar’ – og svo framvegis.“

,,Fótbolti er bara leikur, þetta er skemmtun. Ég er bara að skemmta mér á vellinum og geri allt sem ég get til að vinna mína leiki.“

,,Ef ég get sagt eitthvað til að pirra andstæðinginn eða láta hann ofhugsa hlutina eða gera mistök þá geri ég það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Í gær

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“