fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Býðst til að taka að sér Greenwood í sumar – ,,Það sem ég hef að segja skiptir máli“

Victor Pálsson
Mánudaginn 19. febrúar 2024 20:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaðurinn Menno Groenveld hefur boðist til að taka að sér Mason Greenwood sem mun væntanlega finna sér nýtt félag í sumar.

Greenwood er samningsbundinn Manchester United en er í láni hjá Getafe á Spáni í dag og hefur staðið sig vel.

Talið er að Greenwood fái ekki að spila frekar fyrir United og verður líklega seldur í sumarglugganum.

Faðir Greenwood, Andrew, sér um hans mál í dag en Groenveld er viss um að hann geti hjálpað til fyrir næsta tímabil.

,,Þetta er leikmaður sem hentar minni umboðsskrifstofu. Hann er toppleikmaður,“ sagði Groenveld.

,,Auðvitað myndi þetta taka vinnu, mikið hefur gerst í hans lífi en svona leikmaður getur afrekað hluti. Það sem ég hef að segja í bransanum skiptir máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Ég væri eiginlega til í að fá mér kaffi með honum og ræða saman“

„Ég væri eiginlega til í að fá mér kaffi með honum og ræða saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fræg ummæli Ange sett í samhengi eftir sigurinn á United – Svona er sagan á bak við þau

Fræg ummæli Ange sett í samhengi eftir sigurinn á United – Svona er sagan á bak við þau
433Sport
Í gær

Ten Hag lætur vita að hann sé klár í að taka við

Ten Hag lætur vita að hann sé klár í að taka við
433Sport
Í gær

Máni tætir málflutning Skúla Helgasonar í sig – „Harpa er heldur ekki sjálfbær og allra síst Reykjavíkurborg“

Máni tætir málflutning Skúla Helgasonar í sig – „Harpa er heldur ekki sjálfbær og allra síst Reykjavíkurborg“