Fjöldi virtra blaðamanna segir að forráðamenn FC Bayern séu farnir að teikna upp planið til að fá Xabi Alonso til að taka við í sumar.
Alonso er með Bayer Leverkusen í dag og er liðið í toppsæti þýska boltans og er átta stigum á undan Bayern.
Bayern hefur hrifist af Alonso en Liverpool horfir einnig til Alonso og vill félagið að hann taki við af Jurgen Klopp. Alonso er fyrrum leikmaður beggja liða.
Bayern er farið að skoða breytingar en gengi liðsins undir stjórn Thomas Tuchel hafa verið mikil vonbrigði.
Ljóst er að það væri hausverkur fyrir Alonso að velja á milli Bayern og Liverpool enda um að ræða tvö af stærri félögum Evrópu.
Bayern expected to rival Liverpool for Bayer Leverkusen coach Xabi Alonso, reports @honigstein Pressure building on Tuchel, whose team are eight points behind Alonso's Leverkusen in Bundesliga. Alonso a leading target if Bayern can wait until the summer https://t.co/zi6YP2R03P
— Oliver Kay (@OliverKay) February 19, 2024