Tony Mowbray stjóri Birmingham er farin í veikindaleyfi vegna alvarlegra veikinda sem hrjá hann. Þetta kemur mánuði eftir að hann tók við liðinu.
Mowbray tók við liðinu af Wayne Rooney og hefur náð að snúa við gengi liðsins.
Mowbray er sextugur og hefur stýrt Birmingham í átta leikjum en leikmenn liðsins eru sagðir í áfalli. Hann lét þá vita af þessu á fundi í gær.
Óvíst er hvaða veikindi herja á Mowbray en Birmingham segir að hann verði frá störfum í sex til átta vikur.
Mowbray stýrði Birmingham til 2-1 sigurs gegn Sunderland á laugardag en Mark Venus mun stýra liðinu í fjarveru hans.