Bandaríkjamenn hafa miklar áhyggjur af sóknarmanninum Giovanni Reyna sem spilar í dag með Nottingham Forest.
Reyna vakti fyrst athygli árið 2019 með Dortmund og spilaði nokkuð reglulega í fimm ár fyrir félagið.
Hann var lánaður til Forest í janúarglugganum en hefur hingað til aðeins komið við sögu í tveimur leikjum.
Reyna er enn aðeins 21 árs gamall og á að baki 24 landsleiki fyrir Bandaríkin og hefur þar skorað sjö mörk.
Óttast er að ferill Reyna sé á hraðri niðurleið en hann missti sæti sitt í byrjunarliði Dortmund og fær nú ekkert að spila hjá Forest.
Samtals hefur Reyna spilað 121 leik fyrir Dortmund og skorað í þeim 17 mörk og var talinn gríðarlegt efni á sínum tíma.