Dejan Kulusevski, leikmaður Tottenham, viðurkennir að stjóri liðsins, Ange Postecoglou, eigi það til að verða virkilega reiður í búningsklefanum ef liðinu gengur illa í leikjum.
Postecoglou er ansi harður í horn að taka en um er að ræða Ástrala sem tók við Tottenham í sumar.
Kulusevski segir að leikmenn Tottenham fái oft þrumuræðu frá stjóranum en hefur ekkert á móti hans vinnubrögðum.
,,Hann verður bálreiður, það er alveg rétt. Hann verður virkilega, virkilega reiður,“ sagði Kulusevski.
,,Við spilum alltaf betur eftir ræðurnar hans svo það hjálpar! Það er klárlega ekki gaman að lenda í svona stöðu en þú getur ekki alltaf sýnt leikmönnum ást.“
,,Þú þarft stundum að vera eins og foreldri, þetta er ekki ógnvekjandi því þetta mun hjálpa okkur að ná árangri.“