Adrien Rabiot, leikmaður Juventus, viðurkennir að það sé í raun ekki möguleiki fyrir félagið að berjast um titilinn á Ítalíu þetta árið.
Juventus er með 54 stig í öðru sæti deildarinnar en liðið gerði jafntefli við fallbaráttulið Verona í gær, 2-2.
Inter er með 63 stig á toppnum og á leik til góða og hefur aðeins tapað einum leik af 24 hingað til.
Rabiot segir að Juventus sé einfaldlega ekki í titilbaráttunni og að það sé mikilvægt að vernda annað sætið – AC Milan er í þriðja sæti með 52 stig.
,,Við verðum að vera raunsæir, Inter er að sækja titilinn og við þurfum að vernda okkar annað sæti,“ sagði Rabiot..
,,Við erum með 54 stig, við þurfum að finna fyrrum styrk og berjast fyrir þessu sæti. Við vorum alltof hægir í kvöld.“