fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Laug að yfirmönnunum eftir svakalega nótt í Vegas: Alltaf til í að koma sér í vandræði – ,,Þau keyptu öll þessa sögu“

433
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir eins og fyrrum knattspyrnumaðurinn Micah Richards sem starfar í dag fyrir CBS Sports og fjallar þar um fótbolta.

Richards er oft of hreinskilinn en hann laug að yfirmönnum sínum fyrr í þessum mánuði eftir Ofurskálina í Bandaríkjunum þar sem hann var staddur í Las Vegas.

Richards átti að mæta í vinnuna klukkan 11 um morguninn en var sjálfur ekki kominn upp á hótelherbergi fyrr en klukkan átta eftir ansi villta nótt.

,,Allir vita hvernig ég er, ég er alltaf til í að koma mér í smá vandræði af og til. Ég hugsaði með mér hvort ég ætti að láta eins og fagmaður og fara í rúmið eða kíkja aðeins út,“ sagði Richards.

,,Klukkan er svona eitt um nótt og ég ákvað að kíkja aðeins út, við erum á Virgin hótelinu. Ég ákveð að hitta einn af mínum gömlu vinum og við fáum okkur nokkra drykki.

,,Allt í einu er klukkan orðin fjögur eða fimm um nótt og ég áttaði mig á að ég þyrfti að mæta í vinnuna klukkan 11. Þetta var ekkert of erfiður vinnudagur, við áttum að fjalla létt um Meistaradeildina og Ofurskálina.“

,,Daginn eftir þá er ég spurður að því hvort ég hafi sofið vel og svo framvegis. Ég svaraði: ‘Já ég fór að sofa mjög snemma, ég fann ekkert skemmtilegt að gera. Ég fékk mér einn drykk og fór svo í rúmið.’

,,Þau keyptu öll þessa sögu en það sem þau vita ekki er að ég upplifði eitt besta kvöld lífs míns. Guð blessi Bandaríkin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni
433Sport
Í gær

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA