Willian, leikmaður Fulham, er ekki of vinsæll á meðal stuðningsmanna Arsenal eftir að hafa spilað þar um stutta stund.
Willian spilaði í eitt ár með Arsenal frá 2020 til 2021 en skoraði aðeins eitt mark í 25 deildarleikjum eftir komu frá Chelsea.
Hann fékk 220 þúsund pund á viku hjá enska félaginu en eftir erfitt tímabil heimtaði hann að fá að fara annað.
Brasilíumaðurinn bauð Arsenal að rifta samningnum sínum þrátt fyrir að eiga tvö ár inni á virkilega háum launum.
,,Þegar ég fór frá Arsenal, allir ættu að þekkja þá sögu. Þetta var mjög erfitt ár fyrir mig,“ sagði Willian.
,,Það var mín ákvörðuin að fara en ég átti enn tvö ár eftir af samningi mínum við félagið.“
,,Ég sagði við þá: ‘Riftum samningnum, þetta hefur ekki gengið upp eins og við vonuðumst eftir. Ég mun fara einhvert annað og halda áfram að spila fótbolta.’