fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Fékk símtal frá Bellingham eftir sitt fyrsta mark – ,,Ég kalla hann bara Jude“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 15:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir sem kannast við nafnið Noah Ohio en það er framherji sem spilar með Hull City í næst efstu deild Englands.

Ohio skoraði sitt fyrsta mark fyrir Hull í vikunni en hann var lánaður til félagsins frá Standard Liege í Belgíu í janúar.

Besti vinur Ohio er enginn annar en Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid, sem er af einhverjum talinn besti miðjumaður heims í dag.

Bellingham sendi Ohio skilaboð um leið og hann skoraði sitt fyrsta mark en þeir hafa verið mjög nánir í um fimm ár.

,,Hann er einhver sem ég lít mikið upp til. Hann hjálpar mér þegar hann getur og gefur mér góð ráð,“ sagði Ohio.

,,Hann er á toppnum í fótboltanum í dag en er samt svo auðmjúkur. Hann sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju: ‘Til hamingju, vel klárað!’ Ég þarf hins vegar að skora nokkur í viðbót til að ná honum!“

,,Hann er sá besti í heimi en fyrir mér er hann bara Jude. Hann hefur verið besti vinur minn í um fimm ár. Við spiluðum með enska U16 landsliðinu og þar kynntumst við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno Fernandes verður ekki seldur

Bruno Fernandes verður ekki seldur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Margir leikmenn United sagðir efast um Amorim

Margir leikmenn United sagðir efast um Amorim
433Sport
Í gær

De Bruyne bauð öllum hjá City í veislu í gær – Kemur fáum á óvart hver fór síðastur heim

De Bruyne bauð öllum hjá City í veislu í gær – Kemur fáum á óvart hver fór síðastur heim
433Sport
Í gær

Amorim með væna summu í kaup á leikmönnum í sumar – Getur stækkað þá köku með sölum

Amorim með væna summu í kaup á leikmönnum í sumar – Getur stækkað þá köku með sölum