Það eru ekki allir sem kannast við nafnið Noah Ohio en það er framherji sem spilar með Hull City í næst efstu deild Englands.
Ohio skoraði sitt fyrsta mark fyrir Hull í vikunni en hann var lánaður til félagsins frá Standard Liege í Belgíu í janúar.
Besti vinur Ohio er enginn annar en Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid, sem er af einhverjum talinn besti miðjumaður heims í dag.
Bellingham sendi Ohio skilaboð um leið og hann skoraði sitt fyrsta mark en þeir hafa verið mjög nánir í um fimm ár.
,,Hann er einhver sem ég lít mikið upp til. Hann hjálpar mér þegar hann getur og gefur mér góð ráð,“ sagði Ohio.
,,Hann er á toppnum í fótboltanum í dag en er samt svo auðmjúkur. Hann sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju: ‘Til hamingju, vel klárað!’ Ég þarf hins vegar að skora nokkur í viðbót til að ná honum!“
,,Hann er sá besti í heimi en fyrir mér er hann bara Jude. Hann hefur verið besti vinur minn í um fimm ár. Við spiluðum með enska U16 landsliðinu og þar kynntumst við.“