Bochum 3 – 2 Bayern
0-1 Jamal Musiala
1-1 Takuma Asano
2-1 Keven Schlotterbeck
3-1 Kevin Stöger(víti)
3-2 Harry Kane
Það stefnir allt í það að Thomas Tuchel sé að kveðja Bayern Munchen efttir skelfilegt gengi undanfarið.
Tuchel er ekki að ná til leikmanna Bayern sem hafa nú tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum.
Bayern tapaði 3-0 gegn Bayer Leverkusen, 1-0 gegn Lazio í Meistaradeildinni og svo 3-2 gegn Bochum í kvöld.
Bayern er átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen og er nánast úr leik í titilbaráttunni.
Tuchel mætti ekki á blaðamannafund eftir tap kvöldsins og var skiljanlega öskuillur með frammistöðuna.