Jose Mourinho er alls ekki búinn að gleyma því hvernig hann var látinn fara frá Roma fyrr á tímabilinu.
Bandarískir eigendur Roma ákváðu að reka Mourinho eftir slæmt gengi í Serie A, ákvörðun sem hann var afskaplega óánægður með.
Portúgalinn hefur nú gagnrýnt eigendur Roma og segja að þeir viti nánast ekkert um fótbolta og að brottreksturinn hafi svo sannarlega verið ósanngjarn.
,,Útsláttarkeppnin er hafin og þá einnig í Meistaradeildinni sem er líklega stærsta keppni veraldar,“ sagði Mourinho.
,,Ég verð ekki í útsláttarkeppninni að þessu sinni, ekki því ég var sleginn úr keppni því ég var rekinn af einhverjum sem vita lítið sem ekkert um fótbolta.“
,,Svona er lífið, þú upplifir það góða og það slæma. Ég læri af þessu þrátt fyrir þennan óvænta og ósanngjarna brottrekstur.“