Will Ferrell er mikill stuðningsmaður LAFC í bandarísku MLS-deildinni en hann er heimsfrægur leikari og hefur gert það gott til margra ára.
Ferrell á hlut í félaginu en hann tók þátt í auglýsingu þar sem ný treyja liðsins var opinberuð.
Treyjan þykir einkar glæsileg en Ferrell nýtti tækifærið og skaut aðeins á goðsögnina Lionel Messi sem leikur með Inter Miami.
Ferrell hélt á nýju treyju LAFC og sagði einfaldlega: ‘Messi mun kúka í buxurnar.’
Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér.
View this post on Instagram