Fyrirliði bandaríska kvennalandsliðsins, Lindsey Horan, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla í byrjun mánaðar.
Horan skaut þar fast á stuðningsmenn bandaríska landsliðsins en fótbolti er ekki vinsælasta íþróttin þar í landi.
Horan kallaði stuðningmsenn Bandaríkjanna í raun heimska en sér verulega eftir að hafa sagt það opinberlega.
,,Bandarískir knattspyrnuiaðdáendur… Flestir þeirra eru ekki gáfaðir, þeir þekkja ekki leikinn,“ sagði Horan.
,,Þau skilja ekki hvernig íþróttin virkar en með tímanum þá er þetta að lagast.“
Horan hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún segist sjá verulega eftir ummælunum.
,,Fyrst og fremst vil ég biðja stuðningsmenn okkar afsökunar. Þetta var stórt spark í rassinn fyrir mig og ég lofa að læra af þessu,“ sagði Horan á meðal annars.
,,Ég elska þessa stuðningsmenn og liðið elskar þá. Ég get ekki útskýrt hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur.“