fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Kallaði stuðningsmenn landsins heimska og sá eftir því um leið – ,,Ég lofa að læra af þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. febrúar 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirliði bandaríska kvennalandsliðsins, Lindsey Horan, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla í byrjun mánaðar.

Horan skaut þar fast á stuðningsmenn bandaríska landsliðsins en fótbolti er ekki vinsælasta íþróttin þar í landi.

Horan kallaði stuðningmsenn Bandaríkjanna í raun heimska en sér verulega eftir að hafa sagt það opinberlega.

,,Bandarískir knattspyrnuiaðdáendur… Flestir þeirra eru ekki gáfaðir, þeir þekkja ekki leikinn,“ sagði Horan.

,,Þau skilja ekki hvernig íþróttin virkar en með tímanum þá er þetta að lagast.“

Horan hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún segist sjá verulega eftir ummælunum.

,,Fyrst og fremst vil ég biðja stuðningsmenn okkar afsökunar. Þetta var stórt spark í rassinn fyrir mig og ég lofa að læra af þessu,“ sagði Horan á meðal annars.

,,Ég elska þessa stuðningsmenn og liðið elskar þá. Ég get ekki útskýrt hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvernig Luis Enrique horfir á æfingar PSG vekur mikla athygli

Hvernig Luis Enrique horfir á æfingar PSG vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Goðsögn hjá United ætlar ekki að endurnýja ársmiða sinn eftir framkomu félagsins

Goðsögn hjá United ætlar ekki að endurnýja ársmiða sinn eftir framkomu félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögulega rekinn eftir helgi en vann sér inn 350 milljón króna bónus á miðvikudag

Mögulega rekinn eftir helgi en vann sér inn 350 milljón króna bónus á miðvikudag
433Sport
Í gær

Ætlar að slást við Alisson næsta vetur – Hefur engan áhuga á að fara á láni

Ætlar að slást við Alisson næsta vetur – Hefur engan áhuga á að fara á láni
433Sport
Í gær

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt