Wilfried Zaha gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar en það eru fréttir sem koma mörgum á óvart.
Zaha reyndi í mörg ár að komast frá Crystal Palace og fékk drauminn uppfylltan í sumar og samdi við Galatasaray.
Zaha hefur staðið sig prýðilega í Tyrklandi en hann hefur gert tíu mörk í 31 leik á tímabilinu hingað til.
TalkSport segir að lið á Englandi séu að horfa til Zaha en bæði West Ham og Aston Villa hafa áhuga.
Um er að ræða 31 árs gamlan vængmann sem gerði frábæra hluti með Palace í mörg ár.