Það er alls ekki rétt að Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hafi verið ástæðan fyrir brottför sóknarmannsins Anthony Elanga.
Elanga gekk í raðir Nottingham Forest síðasta sumar fyrir 15 milljónir punda og hefur heillað eftir komuna þangað.
Hann lék alls 55 leiki fyrir aðallið United en mistókst að festa sig almennilega í sessi og ákvað þess vegna að leita annað.
,,Var Ten Hag ástæðan fyrir því að ég yfirgaf United? Nei ég myndi ekki segja það,“ sagði Elanga.
,,Ég vildi bara fá að spila, það er gríðarlega mikilvægt fyrir mig. Ég Ég er ungur og vil ekki sitja á bekknum allt tímabilið.“
,,Þegar þú ert ungur þá viltu fá mínútur, þú vilt geta gert mistök og tekið áhættur. Hann var ekki ástæðan fyrir minni brottför.“