Geoff Shreeves fyrrum fréttamaður á Sky Sports að eini dómurinn sem Manchester City geti fengið sé að liðið verði fellt niður um deild.
Hann hefur þó enga hugmynd um hvort enska úrvalsdeildin geti sannað brot City en félagið er kært í 115 ákæruliðum fyrir brot á fjármálsreglum.
Búist er við að einhver niðurstaða fáist í málið í sumar en UEFA tókst ekki að dæma City fyrir þessi brot.
„Kærurnar á Everton og Manchester City eru mjög ólíkar, það er ekki hægt að bera þetta saman því Everton var í samstarfi við ensku deildina um málið,“ segir Shreeves.
„Ég held að málefni Manchester City endi fyrir dómstólum, það er langur vegur í þessu máli. Ég sé ekki annað en að City verði fellt niður um deild ef það er hægt að sanna sekt félagsins.“
Málið er nú hjá nefnd hjá ensku deildinni. „Það er búið að setja viðmið með því að taka tíu stig af Everton fyrir brot sín.“