Franskir stuðningsmenn ættu að baula á goðsögnina Lionel Messi ef hann spilar með Argentínu á Ólympíuleikunum í sumar.
Þetta segir Jerome Rother, fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain og Frakklands, en mótið verður haldið þar í landi.
Messi er sjálfur fyrrum leikmaður PSG en náði aldrei hæstu hæðum þar og hélt til Bandaríkjanna á síðasta ári.
Rothen er enn reiður út í Messi sem vann HM með Argentínu 2022 eftir úrslitaleik við einmitt Frakkland í Katar.
Rothen telur að Messi hafi vanvirt Frakkland í fagnaðarlátunum eftir mótið og hvetur landa sína til að taka harkalega á móti goðsögninni ef hann mætir til leiks í sumar.
,,Við ættum aldrei að gleyma því hvað hann afrekaði hjá PSG. Sem Frakki og stuðningsmaður París, að sjá hann fagna með Argentínu eftir úrslitaleik HM? Messi gerði lítið úr okkur í tvö ár, baulið á hann,“ sagði Rothen.
,,Hann sagði að það væri skelfilegt að búa í París og að hann hafi ekki fengið þær móttökur sem hann átti skilið. Það er þvæla.“
,,Það voru allir í París sem sýndu honum virðingu eftir komuna. Þú býst við virðingu á móti en við fengum aldrei að sjá hana.“