fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Segir Frökkum að baula á Messi í sumar – ,,Hann gerði lítið úr okkur í tvö ár“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 21:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskir stuðningsmenn ættu að baula á goðsögnina Lionel Messi ef hann spilar með Argentínu á Ólympíuleikunum í sumar.

Þetta segir Jerome Rother, fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain og Frakklands, en mótið verður haldið þar í landi.

Messi er sjálfur fyrrum leikmaður PSG en náði aldrei hæstu hæðum þar og hélt til Bandaríkjanna á síðasta ári.

Rothen er enn reiður út í Messi sem vann HM með Argentínu 2022 eftir úrslitaleik við einmitt Frakkland í Katar.

Rothen telur að Messi hafi vanvirt Frakkland í fagnaðarlátunum eftir mótið og hvetur landa sína til að taka harkalega á móti goðsögninni ef hann mætir til leiks í sumar.

,,Við ættum aldrei að gleyma því hvað hann afrekaði hjá PSG. Sem Frakki og stuðningsmaður París, að sjá hann fagna með Argentínu eftir úrslitaleik HM? Messi gerði lítið úr okkur í tvö ár, baulið á hann,“ sagði Rothen.

,,Hann sagði að það væri skelfilegt að búa í París og að hann hafi ekki fengið þær móttökur sem hann átti skilið. Það er þvæla.“

,,Það voru allir í París sem sýndu honum virðingu eftir komuna. Þú býst við virðingu á móti en við fengum aldrei að sjá hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lingard opinn fyrir endurkomu

Lingard opinn fyrir endurkomu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Frá Norwich til Barcelona

Frá Norwich til Barcelona
433Sport
Í gær

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð