Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea, segir að félagið hafi rætt við bæði Romelu Lukaku og Virgil van Dijk árið 2017.
Chelsea skoðaði það að fá þessa leikmenn í sínar raðir eftir að Conte hafði unnið deildina á sínu fyrsta tímabili.
Það gekk að lokum ekki upp og hélt Lukaku til Manchester United og Van Dijk til Liverpool og er talinn einn allra besti varnarmaður heims.
,,Sagan mín segir ykkur það að ég hef alltaf komið inn í félag sem er í vandræðum. Ég byggi liðið upp,“ sagði Conte.
,,Eftir fyrsta tímabilið mitt á Englandi með Chelsea þar sem við unnum titilinn þá hefðum við getað tekið yfir deildina.“
,,Við ræddum við bæði Romelu Lukaku og Virgil van Dijk og þessir tveir leikmenn hefðu getað breytt öllu.“