Jose Mourinho hefur farið í sitt fyrsta viðtal eftir að hann var rekinn frá Roma. Hann ræðir þar við Rio Ferdinand.
Búið er að gefa út stiklu úr viðtalinu sem birtist síðar í dag en þar ræðir hann tilboð sem hann hefur hafnað í gegnum árin.
„Ég hef hafnað mjög góðum tilboðum í gegnum tíðina,“ segir Mourinho.
„Það fyrsta er að ég hafnaði landsliðinu mínu, Portúgal. Það var virkilega erfitt.“
Hann segir svo frá tilboði um að taka við enska landsliðinu en segir ekki hvenær.
„Ég hefði getað tekið við landsliðinu þínu, Ég fékk tilboð, það var á borðinu mínu.“
Jose Mourinho Exclusive‼️
Special thanks to the Special One… first interview since leaving Roma + looking back at his career! All things Man Utd, Chelsea & some recent jobs he’s turned down! Unreal 🤝🏽Get ready…. 🧨👀 pic.twitter.com/Ex5B1imnQk
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) February 15, 2024