Magnús Örn Helgason, þjálfari U15 kvenna og umsjónarmaður Hæfileikamótunar kvenna hjá KSÍ, lætur af störfum hjá KSÍ í vor og tekur við starfi hjá sínu gamla félagi, Gróttu.
Magnús, sem hefur m.a. einnig þjálfað U17 landslið kvenna, mun áfram sinna verkefnum sínum hjá KSÍ samhliða nýju starfi þar til í vor, og ljúka störfum hjá KSÍ að loknu Hæfileikamóti KSÍ og N1 í maí.
Grótta greindi frá því í gær að Magnús hefði verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.
Hann hefur mikla tengingu við Gróttu þar sem hann starfaði áður en bróðir hans Arnar Þór hefur verið fyrirliði Gróttu um langt skeið.