fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Magnús Örn mun starfa hjá KSÍ fram í maí

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Örn Helgason, þjálfari U15 kvenna og umsjónarmaður Hæfileikamótunar kvenna hjá KSÍ, lætur af störfum hjá KSÍ í vor og tekur við starfi hjá sínu gamla félagi, Gróttu.

Magnús, sem hefur m.a. einnig þjálfað U17 landslið kvenna, mun áfram sinna verkefnum sínum hjá KSÍ samhliða nýju starfi þar til í vor, og ljúka störfum hjá KSÍ að loknu Hæfileikamóti KSÍ og N1 í maí.

Grótta greindi frá því í gær að Magnús hefði verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Hann hefur mikla tengingu við Gróttu þar sem hann starfaði áður en bróðir hans Arnar Þór hefur verið fyrirliði Gróttu um langt skeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni