Gríðarleg sorglegt atvik átti sér stað í gærmorgun er hinn 28 ára gamli Diego Chavez lést í bílslysi í Mexíkó.
Chavez var leikmaður FC Juarez í heimalandinu, Mexíkó, en um er að ræða lið sem leikur í efstu deild.
Chavez var eins og áður sagði aðeins 28 ára gamall en hann var kallaður ‘El Puma’ af liðsfélögum sínum.
Hann spilaði alls 46 leiki fyrir toppliðið og skoraði þrjú mörk og var vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins.
Það er stutt síðan Chavez samdi við Juarez en hann kom til félagsins í febrúar í fyrra eftir dvöl í Perú.
,,El Puma var þekktur fyrir gleði sína, metnað, dugnað og ákveðni,“ kom fram í tilkynningu Juarez.
,,Hann lagði sig allan fram fyrir félagið og hans verður sárt saknað.“