KR vann stórsigur í Lengjubikar karla í kvöld er liðið mætti Fjölni í Egilshöll.
Fjölnir komst yfir í þessum leik en KR átti eftir að bæta við sex mörkum og vann sannfærandi sigur.
Aron Sigurðarson kom til KR fyrr á árinu en hann gerði þrennu í sigrinum og átti frábæran leik.
Njarðvík náði þá jafntefli gegn HK þar sem Oumar Diouck gerði tvö til að tryggja endurkomu liðsins.
Fjölnir 1- 6 KR
1-0 Daníel Ingvar Ingvarsson
1-1 Kristján Flóki Finnbogason
1-2 Luke Rae
1-3 Aron Sigurðarson
1-4 Aron Sigurðarson
1-5 Aron Sigurðarson
1-6 Luke Rae
HK 2 – 2 Njarðvík
1-0 Arnþór Ari Atlason
2-0 Ívar Örn Jónsson
2-1 Oumar Diouck
2-2 Oumar Diouck