Harry Kane, leikmaður Bayern Munchen, var vissulega svekktur í gær eftir leik liðsins við Lazio.
Bayern tapaði 1-0 í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðið á eftir að spila heimaleikinn á Allianz Arena.
Bayern var manni færri alveg frá 67. mínútu er Dayot Upamecano fékk að líta beint rautt spjald og fékk Lazio vítaspyrnu sem Ciro Immobile skoraði úr.
,,Þetta var afskaplega erfið vika fyrir okkur, við fengum tækifæri í þessum leik en nýttum þau ekki,“ sagði Kane.
,,Seinni hálfleikurinn var gríðarlega svekkjandi, við vorum ekki eins orkumiklir og þeir og ekki með eins mikla trú. Við gáfum þeim boltann heimskulega og þeir refsuðu okkur.“
,,Um leið og við misstum mann af velli þá var alltaf erfitt að finna leið til baka.“