Antonio Conte, fyrrum stjóri Tottenham, var mjög hissa á sínum tíma er hann kom liðinu í Meistaradeildina 2022.
Conte gerði flotta hluti með Tottenham áður en hann var látinn fara en leikmenn liðsins sem og starfsfólk var himinlifandi eftir lokaleik deildarinnar gegn Norwich.
Þar var mikið fagnað eftir að Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeildinni – eitthvað sem kom Conte á óvart.
Conte er vanur því að vinna stóra titla og gerði það bæði með Chelsea sem og Juventus.
,,Ef þú spyrð mig þá er mjög skrítið að fagna fjórða sætinu og sæti í Meistaradeildinni,“ sagði Conte við Telegraph.
,,Eftir lokaleikinn þá þurfti ég að segja starfsfólkinu mínu að fylgjast með, ekki vera að fagna Meistaradeildarsæti.“
,,Við komumst úr níunda sæti í það fjórða og það var kraftaverk miðað við öll vandræðin sem við glímdum við. Ég er hins vegar vanur því að vinna titla.“