Deco yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona er byrjaður að skoða markaðinn fyrir sumarið og hvað félagið þarf að gera til að styrkja leikmannahóp sinn.
Þannig segir AS á Spáni að félagið vilji helst fá inn fimm leikmenn í sumar og þar er að finna nokkur áhugaverð nöfn.
Þannig segir AS að Gabriel Martinelli kantmaður Arsenal sé ofarlega á óskalista liðsins. Það gæti reynst erfitt en það er oft draumur fólks frá Brasilíu að spila fyrir Börsunga.
Úr ensku úrvalsdeildinni er Barcelona einnig að skoða Amadou Onana miðjumann Everton og Karou Mitoma kantmann Brighton.
Þá vill félagið sækja Khvicha Kvaratskhelia frá Napoli og Aleix Garcia frá Girona.