Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur varað Marcus Rashford við því að fara til Paris Saint-Germain.
PSG er orðað við Rashford og ku horfa á hann sem mögulegan eftirmann Kylian Mbappe sem gæti farið í sumar.
Rashford hefur ekki verið upp á sitt besta í vetur og eru margir sem telja að hann sé að horfa annað.
Saha varar Rashford við því að pressan sé einnig gríðarleg hjá PSG og þá sérstaklega ef hann á að taka við af einum besta leikmanni heims.
,,Marcus er gríðarlega stórt nafn í fótboltaheiminum og hann myndi fá mikla athygli í fjölmiðlum,“ sagði Saha.
,,Að fara til PSG gæti breytt því á einhvern hátt en hann yrði undir svo mikilli pressu hjá því félagi.“