Samkvæmt Gerard Romero blaðamanni á Spáni hefur Tottenham lagt fram 60 milljóna evra tilboð í Frenkie de Jong miðjumann Barcelona.
Það stefnir í það að Barcelona reyni að losa sinn launahæsta leikmann í sumar.
De Jong er á svaklegu kaupi í Katalóníu en Börsungar verða að reyna að losa pening í sumar til komast í gegnum FFP reglurnar.
De Jong er hollenskur miðjumaður sem Manchester United hefur mikinn áhuga á að kaupa.
Tottenham virðist ætla að reyna að hlaupa með og er samkvæmt fréttum á Spáni komið tilboð á borðið hjá Barcelona.
🚨🚨| BREAKING: Barça have received an offer worth €60M for De Jong from Tottenham!
[@gerardromero] pic.twitter.com/cm4L5aNo1S
— CentreGoals. (@centregoals) February 14, 2024