Fyrrum ameríska fótboltastjarnan Tom Brady er ákveðinn í því að fá Amad Diallo í raðir Birmingham í sumar.
Diallo er 21 árs gamall vængmaður en hefur aðeins spilað einn leik með Manchester United í vetur.
Hann heillaði með Sunderland á síðasta tímabili en var ekki lánaður annað síðasta sumar og vonaðist eftir tækifærum.
Brady er einn af eigendum Birmingham en samkvæmt enskum miðlum er hann mjög hrifinn af leikmanninum sem gæti verið fáanlegur í sumar.
Það var búist við miklu af Diallo er hann kom til United árið 2021 en hann hafði vakið athygli hjá Atalanta á Ítalíu og kostaði um 40 milljónir evra.