Thierry Henry segir að álagið sem fylgi því að stýra stóru félagi í Evrópu í dag sé það mikið að eðlilegt sé að menn fari í fríi.
Hann ræddi þetta út frá því að Jurgen Klopp ákvað að hætta með Liverpool og lætur hann af störfum í sumar.
Klopp segist finna fyrir þreytu í starfinu. „Pep var með Barcelona og sér frí í heilt ár, Klopp hjá Liverpool er að hætta og Xavi hjá Barcelona líka. Þetta eru frábær félög og þeir líklega í draumastarfinu sínu,“ segir Henry.
„Þetta segir okkur bara alla söguna, það er pressa. Það eru allir með rödd, það eru samfélagsmiðlar og ég veit ekki hvað. Það er erfitt að vera stjóri og öllum er sama um það.“
„Þú verður á einhverjum tímapunkti að hugsa um sjálfan þig.“
„Við vitum að enska úrvalsdeildin og Liverpool munu sakna Klopp. Hann saknaði hins vegar fjölskyldu sinnar, hann saknaði þess að eiga sinn tíma.“
„Þegar ég heyrði fréttirnar þá hugsaði ég með mér að þetta væri vel gert hjá honum.“
https://youtube.com/shorts/d6Tg2_wSPPc?si=U19fKMj3bKWTJYOR