fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433

Thierry Henry með kenningu um af hverju Klopp hættir og tekur sambærileg dæmi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Henry segir að álagið sem fylgi því að stýra stóru félagi í Evrópu í dag sé það mikið að eðlilegt sé að menn fari í fríi.

Hann ræddi þetta út frá því að Jurgen Klopp ákvað að hætta með Liverpool og lætur hann af störfum í sumar.

Klopp segist finna fyrir þreytu í starfinu. „Pep var með Barcelona og sér frí í heilt ár, Klopp hjá Liverpool er að hætta og Xavi hjá Barcelona líka. Þetta eru frábær félög og þeir líklega í draumastarfinu sínu,“ segir Henry.

„Þetta segir okkur bara alla söguna, það er pressa. Það eru allir með rödd, það eru samfélagsmiðlar og ég veit ekki hvað. Það er erfitt að vera stjóri og öllum er sama um það.“

„Þú verður á einhverjum tímapunkti að hugsa um sjálfan þig.“

„Við vitum að enska úrvalsdeildin og Liverpool munu sakna Klopp. Hann saknaði hins vegar fjölskyldu sinnar, hann saknaði þess að eiga sinn tíma.“

„Þegar ég heyrði fréttirnar þá hugsaði ég með mér að þetta væri vel gert hjá honum.“

https://youtube.com/shorts/d6Tg2_wSPPc?si=U19fKMj3bKWTJYOR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Í gær

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar