fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Telur öruggt að Ten Hag verði rekinn – Segir leikmenn ekki þola hann

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alan Brazil útvarpsmaður hjá Talksport á Englandi er öruggur á því að Erik ten Hag verði rekinn sem stjóri Manchester United eftir tímabilið.

Ten Hag og United hafa átt erfitt tímabil en þó hefur gengi liðsins batnað á undanförnum vikum.

Brazil segir þá staðreynd að leikmenn þoli hann ekki hjálpi félaginu í að reka hann.

„Ef ekkert ótrúlegt gerist þá er ég öruggur á því að Ten Hag verður rekinn eftir tímabilið,“ segir Brazil.

„Ég held að leikmenn vilji hann burt, það er alltaf möguleiki á að sigur í enska bikarnum bjargi honum en ég sé það ekki.“

„Það hafa verið svo margar frammistöðu á þessu tímabili sem hafa verið vondar.“

„Þeir hafa verið betri en þær sögur sem ég fæ að heyra er að leikmenn þoli hann ekki, þeir segja að hann hafi enga stjórnunarhæfileika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Í gær

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar