Alan Brazil útvarpsmaður hjá Talksport á Englandi er öruggur á því að Erik ten Hag verði rekinn sem stjóri Manchester United eftir tímabilið.
Ten Hag og United hafa átt erfitt tímabil en þó hefur gengi liðsins batnað á undanförnum vikum.
Brazil segir þá staðreynd að leikmenn þoli hann ekki hjálpi félaginu í að reka hann.
„Ef ekkert ótrúlegt gerist þá er ég öruggur á því að Ten Hag verður rekinn eftir tímabilið,“ segir Brazil.
„Ég held að leikmenn vilji hann burt, það er alltaf möguleiki á að sigur í enska bikarnum bjargi honum en ég sé það ekki.“
„Það hafa verið svo margar frammistöðu á þessu tímabili sem hafa verið vondar.“
„Þeir hafa verið betri en þær sögur sem ég fæ að heyra er að leikmenn þoli hann ekki, þeir segja að hann hafi enga stjórnunarhæfileika.“