fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Talar meira við gamlan liðsfélaga en unnustu sína

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brahim Diaz framherji Real Madrid segist eiga í meiri samskiptum við fyrrum samherja sinn en eiginkonu sína í dag.

Ummælin gætu komið Diaz í klandur heima fyrir en hann var áður í herbúðum AC Milan og hugsar hlýlega til þess tíma.

Hann og Theo Hernandez bakvörður liðsins og Diaz voru miklir vinir.

„Ég mun alltaf þakka AC Milan fyrir, ég átti þrjú frábær ár þarna. Ég er þakklátur öllum og mun alltaf fylgjast með þeim,“ sagði Diaz.

„Ég tala reglulega við Theo Hernandez, ég tala í raun meira við hann en kærustuna mína.“

Diaz er 24 ára gamall sóknarmaður frá Spáni en hann hefur einnig verið á mála hjá Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina