Alan Shearer fyrrum framherji og þjálfari Newcastle segir frá ótrúlega atviki sem átti sér stað árið 2009 þegar hann var þjálfari liðsins.
Shearer átti þá að bjarga Newcastle frá falli en féll með liðið en nóttin fyrir leik lifir enn í minni hans.
Leikmenn liðsins voru farnir að sofa og þjálfarateymið settist niður og fékk sér nokkra bjóra fyrir svefn.
„Um þrjú um nóttina þá held ég að mér sé að dreyma,“ segir Shearer í hlaðvarpi sínu í dag, The Rest is Football.
„Ég heyri læti, ég veit ekkert hvað er að gerast. Ég var í svítu á hótelinu með stóru herbergi sem var aðskilið frá stofunni.“
„Ég er vaknaður og heyri einhver læti, ég heyri að einhver hljóð frá píanóinu. Ég hugsa með mér að það sé einhver í herberginu en allt í einu hætta lætin.“
Það var hins vegar ekki búið. „Fimm mínútum síðar heyri ég fólk tala saman og ég heyri aðra hluti.“
„Ég læðist stressaður að hurðinni og kíki undir. Þar eru karl og kona, hann var að gefa henni einn stífan í herberginu. Ég lofa því.“
„Ég hugsa með mér hvað ég eigi að gera, ég öskra á þau og bið þau um að fara út. Þau spretta út úr herberginu.“
„Ég vissi ekki hvað var í gangi, ég veit ekki hvort þetta var starfsfólk hótelsins eða hvað. Hvort þau hafi haldið að herbergið væri tómt.“