Reece James, leikmaður Chelsea, skorar á systur sína að ná 40 mörkum á þessu tímabili – eitthvað sem er ansi ólíklegt.
Lauren James er systir Reece en hún leikur einnig með Chelsea og er með 12 mörk í 12 leikjum hingað til.
Bróðirinn vill heldur betur mikið frá systur sinni í vetur en hún er gríðarlega mikilvægur hlekkur í framlínu kvennaliðs Chelsea.
,,40 mörk kannski? Allt fyrir neðan 40 mörk væru vonbrigði,“ sagði James í samtali við ensku úrvalsdeildina.
,,Hún er með gæðin til að skora þrennu í hverjum einasta leik. Ég þarf ekki að gefa henni nein ráð, hún veit hvað hún þarf að gera.“
Lauren var ekki alveg á sama máli og bróðir sinn en hún stefnir á að ná 20 mörkum frekar en 40.
,,Ég vonast til að ná 20 mörkum. Sagði hann 40!? Já það kallast að setja sér há markmið.“