Manchester United hefur sett Dan Ashworth efstan á óskalista sinn þegar kemur að yfirmanni knattspyrnumála. The Athletic segir frá þessu.
Ashworth er samkvæmt The Athletic klár í að fara frá Newcastle og semja við Manchester United.
Sir Jim Ratcliffe tók formlega við 25 prósenta hlut í félaginu í gær en United er að taka til á skrifstofu félagsins.
Omar Berrada hefur verið ráðinn sem stjórnarformaður en hann kemur til United frá Manchester City.
Ashworth gerði frábæra hluti hjá Brighton áður en hann fór til Newcastle en Athletic og aðrir miðlar segja Newcastle meðvitað að líklega fari Ashworth.