Karim Benzema er að verða brjálaður hjá liði Al-Ittihad í Sádi Arabíu og vill komast burt þaðan sem fyrst.
L’Equipe í Frakklandi greinir frá en Benzema og Marcelo Gallardo, stjóri Ittihad, ná alls ekki vel saman.
Benzema var nýlega refsað af félaginu fyrir að yfirgefa æfingu án leyfis en sneri aftur í sömu viku.
Gallardo hefur helt olíu á eldinn en Benzema var ekki valinn í hóp Al-Ittihad fyrir komandi verkefni í Meistaradeild Asíu.
Framherjinn ku vera virkilega óánægður með þá ákvörðun en Gallardo telur að Benzema sé ekki í nógu góðu standi til að spila fyrir aðalliðið.