Jose Mourinho hefur verið fundinn sekur um skattsvik á Spáni og þarf að borga ríkinu 1,5 milljónir evra – frá þessu greinir Relevo.
Málið hefur verið í rannsókn í þónokkur ár en Mourinho borgaði ekki skatt frá 2010 til 2012 er hann var þjálfari Real Madrid.
Hann hefur ekki snúið aftur til starfa á Spáni eftir að hafa yfirgefið Real en var síðast hjá Roma á Ítalíu.
Mourinho áfrýjaði málinu um leið en hefur nú fengið höfnun og þarf að borga risa summu vegna skulda.
Það ætti að vera nóg til hjá Mourinho sem hefur þjálfað mörg stórlið á sínum ferli og má nefna Real, Chelsea, Inter Milan, Manchester United og Tottenham.