Það var aldrei númer eitt hjá Lionel Messi að halda til Bandaríkjanna og semja við Inter Miami þar í landi.
Þetta segir Javier Tebas, forseti spænska knattspyrnusambandsins, en hann fullyrðir að Messi hafi viljað enda ferilinn hjá Barcelona.
Messi er markahæsti leikmaður í sögu Barcelona en hann yfirgaf félagið fyrir Paris Saint-Germain 2021.
Barcelona mistókst að fá Messi aftur í sínar raðir og er útlit fyrir að hann muni enda ferilinn í Miami.
,,Vegna vilja bæði Barcelona og Messi þá tel ég að þeir hafi verið nálægt samkomulagi,“ sagði Tebas.
,,Ég sá þetta sem góðan möguleika, ég veit að Messi hefði viljað enda ferilinn hjá Barcelona.“