Barcelona leitar að næsta þjálfara sínum og samkvæmt miðlum á Spáni í dag skoðar félagið Ralf Rangnick sem kost.
Rangnick er 65 ára gamall en hann er í dag landsliðsþjálfari Austurríkis.
Rangnick stýrði Manchester United í hálft ár en hann tók við liðinu þegar Ole Gunnar Solskjær var rekinn úr starfi undir lok árið 2021.
Joan Laporta forseti Barcelona er sagður mjög hrifin af Rangnick og skoðar hann sem kost til að taka við.
Xavi mun láta af störfum sem þjálfari Barcelona í sumar en mikil óánægja hefur verið með störf hans.