Chelsea sagði nei við Bayern Munchen í janúarglugganum en þýska félagið reyndi nokkuð óvænt að fá Mykhailo Mudryk í sínar raðir.
Bayern vildi fá Mudryk á láni út tímabilið en hann hefur ekki heillað á vængnum hjá Chelsea í vetur.
Mudryk kostaði um 90 milljónir punda í byrjun 2023 en hefur ekki staðist væntingar hingað til.
Bayern var til í að gefa leikmanninum tækifæri eftir að Kingsley Coman hafði meiðst á hné og er ekki leikfær.
Chelsea harðneitaði þó boði Bayern og vonast til að ná því besta úr Úkraínumanninum fyrir lok tímabils.