Chelsea er í engri hættu á að brjóta fjárlög UEFA og getur eytt allt að 200 milljónum punda í sumarglugganum.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Ben Jacobs sem er með yfirleitt með áreiðanlegar heimildir í enska boltanum.
Chelsea hefur eytt um milljarð punda í leikmenn undanfarin tvö ár en gengið innan vallar hefur ekki batnað.
Jacobs segir að Chelsea sé ekki nálægt því að lenda í klóm FFP eins og önnur félög og má kaupa fyrir dágóða upphæð í sumar.
Liðið gæti þá eytt allt að 300 milljónum punda ef leikmenn eins og Ian Maatsen, Lewis Hall, Armando Broja, Conor Gallaagher og Trevoh Chalobah verða seldir.
,,Chelsea getur auðveldlega eytt 200 milljónum punda í sumar án þess að selja. Ef þeir vilja eyða 300 til 350 milljónumn þá þyrftu sölur á Maatsen, Hall, Broja, Gallagher og Chalobah að fara í gegn.“