Þáttaröðin vinsæla Sunderland Til I Die er komin aftur í sjónvarp en þriðja serían er sjáanleg á Netflix.
Um er að ræða mjög skemmtilega þætti þar sem fjallað er um lífið innan sem og utan vallar hjá Sunderland.
Fyrstu tvær seríurnar voru gríðarlega vinsælar en sú síðasta var gefin út fyrir heilum fjórum árum síðan.
Sunderland var þá í þriðju efstu deild en hefur síðan þá tryggt sér sæti í Championship-deildinni.
Skoðað verður tímabilið 2021-2022 þar sem Sunderland komst í umspil í þriðju deild.